Um okkur
Við erum móðir og sonur með sameiginlega ástríðu fyrir hönnun og sköpun.
Bakvið Kreo stendur skapandi tvíeyki – mamma og 8 ára sonur hennar – sem elska að búa til skemmtileg, falleg og einstök verk með hjálp 3D prentunar.
Hvort sem það eru leikföng, skrautmunir, listaverk eða kort – þá leggjum við áherslu á smáatriðin, gæði og gleðina sem fylgir því að skapa eitthvað sem gleður aðra. Við vinnum með vistvæn og eiturefnalaus efni sem hentar bæði leik og list.
Okkar markmið er að bjóða upp á vandaðar og frumlegar vörur sem skera sig úr – hvort sem það er í leikherberginu, á veggnum eða sem gjöf til einhvers sem á skilið eitthvað sérstakt.
Sköpun. Gæði. Fjölskylda