Algengar Spurningar
Algengar Spurningar
Úr hverju eru vörurnar ykkar gerðar?
Við notum mestmegnis PLA – lífplast sem er umhverfisvænt, eiturefnalaust, sterkt og endingargott. Það hentar bæði til skrauts og leikja. Ef um annað efni er að ræða er það tekið sérstaklega fram í vörulýsingu
Koma vörurnar tilbúnar?
Já – ef um veggskraut er að ræða, koma þær innrammaðar og tilbúnar til upphengingar og ef samsettar ef varan er í pörtum. Nema um annað sé samið.
Get ég pantað sérsniðna vöru?
Algjörlega! Við elskum að vinna með nýjar hugmyndir. Farðu á síðuna [Sérpantanir] til að byrja.
Hversu langan tíma tekur framleiðsla og sending?
Við framleiðum flestar pantanir innan 3–10 virkra daga. Sending tekur yfirleitt 2–7 daga innanlands. En nánari upplýsingar eru í hverri vörulýsingu fyrir sig. Alþjóðlegar sendingar taka oftast aðeins lengur, og við sendum alltaf með rekjanlegu númeri.
Sendið þið til útlanda?
Já, við sendum um allan heim en það þarf að hafa samband til þess.
Get ég skilað vöru eða fengið endurgreitt?
Þar sem allar vörur eru framleiddar eftir pöntun bjóðum við almennt ekki upp á skil eða endurgreiðslu nema um sé að ræða skemmdir eða mistök af okkar hálfu. Allar vörurnar okkar fara í gegnum prufukeyrslu til að vera viss um að við séum að gefa frá okkur sterkbyggðar vörur. En ef eitthvað kemur upp – hafðu endilega samband, við finnum lausn.